2016-2017


Árni Pétur Guðjónsson


Árni Pétur Guðjónsson (f. 19.8.1951) lærði leiklist við Statens Teaterskole í Danmörku 1973 og Leiklistarskóla Íslands (framhalds og endurmenntun) 1985-87.

Hann vann hjá Kraka Nordisk Teatergruppe 1977-1982, Leikfélagi Reykjavikur 1989-2002 og einnig hjá Þjóðleikhúsinu.

Hann hefur unnið með ýmsum leikhópum gegnum tíðina.

Hann lék í sýningum Vesturports á Romeó og Júlíu og Wozeck, á Íslandi, í London (Young Vic, Playhouse og Barbican) og svo á hátíðum víða um heim frá 2003; BAM New York, Salamanca á Spáni, Recklinghausen í Þýskalandi, og einnig í Hollandi, Mexico og South Korea og víðar.

Með Lab Loki Leikhópnum lék hann í Svikaranum og var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir aðalhlutverk. Einnig lék hann með leikhópnum í Stóru Börnin, Endastöð / Upphaf og flestar aðrar sýningar leikhópsins.

Hann hefur einnig leikið hlutverk í öllum sýningum Áhugaleikhúss Atvinnumanna og Herbergi 408.

Árni Pétur hefur leikið ótal hlutverk í sýningum frjálsra leikhópa, enda oft kallaður The grand old man of Icelandic experimental theater.

Hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi: Nonni og Manni, Sódóma Reykjavik,Magnús, Agnes, Sveitabrúðkaup o.s.frv. - alls tíu kvikmyndir í fullri lengd. Aðalhlutverk í sjónvarpsseríunni Hæ Gosi, til þriggja ára.