2015


Ólafur Egill Egilsson


Ólafur Egilsson útskrifađist af Leiklistardeild Listaháskólans 2002 en stundađi einnig nám viđ Leiklistarskóla Íslands 1998-2000.

Frá útskrift hefur Ólafur starfađ jöfnum höndum sem leikari, handritshöfundur og leikstjóri.

Međal hlutverka má nefna Tíbalt í Rómeó og Júlíu 2003, Kiddi í Brim 2004, Jónas í Kringlunni Rústađ 2004 og Andreas í Woyzeck 2005 í uppsetningum Vesturports.

Hjá Leikfélagi Akureyrar lék hann Fagin í Oliver! 2005. Hjá leikfélagi Reykjavíkur Manninn í Terrorisma 2005 og međ Leikhóp Frú Emelíu Lilla í Hundrađ ára hús eftir Jón Atla Jónasson 2007.

Ólafur hefur starfađ viđ Ţjóđleikhúsiđ frá árinu 2004 og međal hlutverka ţar eru Lovtsík í Svört Mjólk 2004, Johhny í Rambó 7 2005, Makki Hnífur í Túskildingsóperunni 2005, Ţjónninn í Fögnuđi 2006, Lvov í Ivanov 2007, ýmis hlutverk í Pétri Gaut 2006 og Gerplu 2010, Raunar í Leitinni ađ Jólunum 2008-14, Jón Marteinsson í Íslandsklukkunni 2010. Pasha í Hreinsun 2011, Örn Úlfar í Heimsljós 2012, Thenadier í Vesalingunum 2013, Kennarinn í Sjálfstćđu fólki 2014 og Teddy í Heimkomunni 2015.

Međal leikstjórnarverkefna má nefna Crowdpleaser 2004 eftir Jón Atla Jónasson í uppsetningu Reykvíska listaleikhússins. Eigin leikgerđir af Tarftuffe međ Stúdentaleikhúsinu 1999, Hundshjarta 2003 og Lilliom 2007 međ Herranótt. Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur međ Sokkabandinu 2016.

Ólafur hefur skrifađ handrit kvikmyndanna Brúđguminn 2007, Sumarlandiđ 2009, Brim 2010, Afinn 2013 og Eiđurinn 2016.

Međal kvikmyndahlutverka eru Nói í Einkalíf 1996, Davies í Kóngavegi 2005, Séra Ólafur í Brúđgumanum 2007 og Kiddi í Brim 2010.

Í útvarpi hefur Ólafur međal annars leikiđ í verkunum Englabörn 2005, Fjallkirkjan 2006, Augu Ţín sáu mig 2006, Egils Sögu 2011 og Ţögnin 2012.

Fyrir leikhús hefur Ólafur skrifađ leikgerđirnar Fólkiđ í Kjallaranum 2011 og Svar viđ bréfi Helgu 2012 fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Karitas og Sjálfstćtt fólk 2014 fyrir Ţjóđleikhúsiđ.

Međal annarra verka má nefna Dansverkiđ Klúbburinn fyrir Listahátíđ 2011, leikritiđ Iris fyrir Ţjóđleik 2011 og handrit og framleiđsla heimaldarmyndarinnar Fjallkonan Hrópar á vćgđ 2012 um baráttu Herdísar Ţorvaldsdóttur fyrir gróđurvernd á Íslandi. Talsetningar og stjórn talsetninga á fjölmurgum teiknimyndum, leikmyndahönnun í Grease 2003 og Fame 2004, búningahönnun í Myrkrahöfđingjanum 1997 og gerđ leikmyndar í sjónvarpsmyndinni Mynd fyrir Afa 2003.

Ólafur hlaut Grímuverđlaunin fyrir besta leik í ađalhlutverki 2005 fyrir Fagin í Oliver! og Lvotsík í Svartri mjólk. Sem leikskáld ársins 2011 fyrir Fólkiđ í kjallaranum og sem besti leikari í aukahlutverki 2015 fyrir Kennarann í Sjálfstćđu fólki. Ólafur hlaut Sprotaverđlaun Evrópsku leiklistarverđlaunanna međ Vesturporti í St. Pétursborg áriđ 2011.