2012


Guđrún S. Gísladóttir


Guđrún Snćfríđur Gísladóttir útskrifađist frá Leiklistarskóla Íslands 1977. Fyrstu árin tók hún ţátt í starfi Alţýđuleikhússins en lét einnig ađ sér kveđa í báđum stóru leikhúsunum í Reykjavík. Hún lék t.a.m. í rómađri sýningu á Stundarfriđi Guđmundar Steinssonar í Ţjóđleikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hún Sölku Völku og Agnes barn guđs í samnefndum leikritum. Hjá LR lék hún einnig Öldu í Degi vonar eftir Birgi Sigurđsson. Guđrún hefur leikiđ í ýmsum kvikmyndum og er hin ţekktasta ţeirra Fórnin eftir leikstjórann heimsfrćga, Andrei Tarkovsky. Undanfarna tvo áratugi hefur Guđrún veriđ fastráđin hjá Ţjóđleikhúsinu og leikiđ ţar ótal burđarhlutverk. Áriđ 2005 fékk hún Grímuna fyrir hlutverk kattakonunnar í Mýrarljósi eftir Marínu Carr. Hin síđustu ár hefur Guđrún m.a. leikiđ stór hlutverk í leikritunum Vegurinn brennur eftir Bjarna Jónsson, Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness, Allir synir mínir eftir Arthur Miller og Dagleiđin langa eftir Eugene O’Neill. Fyrir öll ţessi hlutverk hlaut hún tilnefningar til Grímuverđlauna.