2007Ljósmynd: Eddi

Elva Ósk Ólafsdóttir


     Elva Ósk Ólafsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1989. Að námi loknu lék hún fyrst með Leikfélagi Akureyrar, meðal annars Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukkunni.  Hún lék um skeið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en frá 1995 hefur hún starfað við Þjóðleikhúsið. Meðal stórra hlutverka, sem hún hefur leikið, eru Hildur í Ég er meistarinn Hrafnhildar Hagalín, Prinsessan í Snædrottningunni eftir Schwartz, Carol í Oleönnu Davids Mamets, Rósalind í Sem yður þóknast Shakespeares, Bryndís í Óskastjörnunni eftir Birgi Sigurðsson, Nóra í Brúðuheimili Ibsens, Alison í Horfðu reiður um öxl Osbornes og titilhlutverkið í Vilja Emmu eftir David Hare. Hún hefur ennfremur leikið í nokkrum kvikmyndum, meðal annars í Stuttum frakka, Benjamín dúfu, Ikingut og Hafinu.