2005Ljósmynd: Eddi

Nína Dögg Filippusdóttir


     Nína Dögg Filippusdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001.  Hún er einn af stofnendum Vesturports og hefur leikið mörg hlutverk í leikverkum þess, þar á meðal Júlíu í Rómeó og Júlíu, Gretu í Hamskiptunum og Lilith í Faust.  Hún hefur einnig leikið í kvikmyndum Vesturports, Börnum og Foreldrum sem Ragnar Bragason leikstýrði og fleiri kvikmyndum. Nína Dögg hefur einnig leikið í Þjóðleikhúsinu, með Leikfélagi Reykjavíkur og Hafnarfjarðarleikhúsinu.