1989



Ljósmynd: Halldóra Sigríður

Helgi Björnsson


     Helgi Björnsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1983 og lék næstu ár mikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Meðal stærstu hlutverka hans þar eru Danni í Djöflaeyjunni, leikgerð Kjartans Ragnarssonar eftir sögu Einars Kárasonar, Ljósvíkingurinn í Ljósi heimsins, leikgerð Kjartans á sögu Halldórs Laxness, og Guðmundur Pantaleónsson í Ljóni í síðbuxum eftir Björn Th. Björnsson. Hann kom einnig fram á sviði Þjóðleikhússins þar sem hann lék meðal annars Bjarna í Elín Helga Guðríður eftir Þórunni Sigurðardóttur og Ferdinand í Ofviðri Shakespeares. Helgi var einnig lengi söngvari með hljómsveitinni Síðan skein sól. Á síðari árum hefur hann starfað við leikhúsrekstur í Berlín.