1970Ljósmynd: Halldóra Sigríður

Helga Bachmann


     Helga Bachmann varð fyrst íslenskra leikara til að hljóta styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Guðmundsdóttur.  Hún átti þá að baki um tuttugu ára leikferil. Helga stundaði nám í skóla Lárusar Pálssonar og starfaði síðan með Leikfélagi Reykjavíkur í um aldarfjórðung.  Meðal stærstu hlutverka hennar á því tímabili voru Dísu í Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar, Halla í Fjalla-Eyvindi sama skálds, titilhlutverkin í Heddu Gabler Ibsens og Antígónu Sófóklesar, Úa í Kristnihaldi undir Jökli Halldórs Laxness og Alís í Dauðadansi Strindbergs. Árið 1976 var hún ráðin að Þjóðleikhúsinu þar sem hún starfaði síðan.  Meðal helstu hlutverka hennar á sviði þess voru Siri von Essen-Strindberg í Nótt ástmeyjanna eftir P.O. Enquist, Jókasta í Ödipus konungi Sófóklesar, Klýtemnestra í Oresteiu Aiskýlosar og Gertrud Stein í samnefndum leik Marty Martin. Helga starfaði einnig talsvert sem leikstjóri og setti m.a. á svið leikgerð sína á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur í Kjallaraleikhúsinu og Marmara Guðmundar Kambans í Þjóðleikhúsinu.