2010


Guðjón Davíð Karlsson


     Guðjón Davíð Karlsson útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2005 og var fastráðinn við Leikfélag Akureyrar strax eftir útskrift. Meðal hlutverka hans hjá L.A. má nefna Bjarna í gamanleiknum Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon, Baldur í söngleiknum Litlu hryllingsbúðinni, Ralf í Herra Kolbert eftir David Gielseman og burðarhlutverkið í Fló á skinni eftir Feydeau. Meðal stórra hlutverka í Borgarleikhúsinu eru Ormur Óðinsson í Gauragangi og Blake í Heima er best eftir Enda Walsh.