2007Ljósmynd: Halldóra Sigríður

Sigrún Edda Björnsdóttir


     Sigrún Edda Björnsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981.  Hún hefur verið fastráðin leikkona bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur og leikið mörg burðarhlutverk í báðum leikhúsum. Meðal þeira má nefna titilhlutverkið í Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren, Ronju Ræningjadóttur sama höfundar, Elínu Helenu í samnefndum leik Árna Ibsens, Snæfríði í Hinu ljósa mani Halldórs Laxness, Ófelíu í Hamlet Shakespeares, Steinunn í Óskinni (Galdra Lofti) Jóhanns Sigurjónssonar, Úu í Kristnihaldi undir Jökli Halldórs Laxness, Blanche DuBois í Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams, Láru í Degi vonar Birgis Sigurðssonar og Frú Zacanassian í Milljarðamærin snýr aftur, verki Kjartans Ragnarssonar eftir leikriti Dürrenmatts. Hún hefur einnig leikið mikið í útvarpi og sjónvarpi, samið handrit og starfað sem leikstjóri.