1997Ljósmynd: Halldóra Sigríður

Margrét Vilhjálmsdóttir


     Margrét Vilhjálmsdóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994.  Hún hóf feril sinn í söngleiknum Hárinu hjá Flugfélaginu Lofti.  Hún hefur leikið bæði með Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu, auk þess hún hefur farið með stór hlutverk í kvikmyndum, svo sem Mávahlátri, Fálkum og Blóðböndum. Meðal stórra hlutverka sem hún hefur leikið eru Dísa í Óskinni, leikgerð Páls Baldvins Baldvinssonar á Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar, Maggie í Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams, Fríða í Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur, titilhlutverkið í Önnu Karenínu Tolstojs, Margaríta í uppsetningu Hafnarfjarðarleikhússins Hermóðs og Háðvarar á Meistaranum og Margarítu eftir Búlgakov og Elísabet Nietzsche í Dínamíti eftir Birgi Sigurðsson.