2000


Jóhanna Vigdís Arnardóttir


     Jóhanna Vigdís Arnardóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1999. Auk þess hefur hún lokið burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar.  Jóhanna Vigdís hefur starfað hjá Borgarleikhúsinu frá 1998 og leikið þar fjölda hlutverka, meðal annars í Píkusögum Eve Ensler, Kysstu mig Kata Cole Porters, Lé konungi Shakespeares, Chicago Kandlers og Ebb og Fjölskyldunni eftir Tracy Letts.  Hún hefur einnig oft komið fram á tónleikum og sungið inn á hljómplötur.