1972


Ţorsteinn Gunnarsson


     Ţorsteinn Gunnarsson var ađeins seytján ára gamall ţegar hann kom fram í fyrsta hlutverki sínu hjá L.R.  Hann varđ síđar fastráđinn leikari hjá félaginu í ţrjá áratugi, auk ţess sem hann leikstýrđi mörgum sýningum. Á árunum 1980 til 1983 var Ţorsteinn leikhússtjóri L.R. ásamt Stefáni Baldurssyni.  Ţorsteinn lék einnig nokkrum sinnum í Ţjóđleikhúsinu, hann hefur leikiđ í nokkrum kvikmyndum og unniđ mikiđ í útvarpi og sjónvarpi, bćđi sem leikari og leikstjóri. Af stćrstu hlutverkum Ţorsteins má nefna Umba í Kristnihaldi undir Jökli Halldórs Laxness, Kormák í Skjaldhömrum Jónasar Árnasonar, Petrútsíó í Ótemju Shakespeares, H.C. Andersen í Úr lífi Regnormanna eftir P.O. Enquist, Arnas Arnćus í Íslandsklukku Laxness, Pressarann í Dúfnaveislu sama skálds, Meistarann í Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Guđmundsdóttur Hagalín, Leópold Netlan í Largo desolato eftir Václav Havel og Faust í Faust-leik Vesturports.  Ţorsteinn er menntađur arkitekt og einn ţriggja arkitekta Borgarleikhússins. Hann hefur um árabil unniđ ötullega ađ endurreisn merkra bygginga á Íslandi, m.a. Viđeyjarstofu og Viđeyjarkirkju, Nesstofu og Bessastađastofu, Stjórnarráđshússins og Alţingishússins, Dómkirkjunnar í Reykjavík og Hóladómkirkju.