1984


Sunna Borg


     Sunna Borg útskrifaðist úr leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1970 og lék nokkur hlutverk á sviði þess næstu ár. Í Sjónvarpinu lék hún m.a. Guðnýju í Lénharði fógeta Einars H. Kvarans og Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti Guðmundar Kambans. Árið 1979 réðst hún til Leikfélags Akureyrar þar sem hún hefur starfað síðan. Hún hefur leikið fjölda hlutverka á sviði þess, þar á meðal Rósu í Skáld-Rósu Birgis Sigurðssonar, Amöndu Prynne í Einkalífi Noels Coward, Beatrice í Horft af brúnni eftir Arthur Miller, frú Alving í Afturgöngum Ibsens, öll kvenhlutverkin í BarPar eftir Jim Carthwright, titilhlutverkið í Sigrúnu Ástrósu eftir Willy Russel, Jórunni í Klukkustrengjum Jökuls Jakobssonar og Geirþrúði Danadrottningu í Hamlet Shakespeares.