2006


Baltasar Komákur


     Baltasar Komákur útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1990 og starfaði þar í mörg ár sem leikari. Meðal stórra hlutverka hans þar eru Volodja í Kæra Jelena eftir Ljudmilu Razumovskaju, Rómeó í Rómeó og Júlíu Shakespeares, Brúðguminn í Blóðbrullaupi Lorca, Brick í Köttur á heitu tinþaki og Þorvaldur Helmer í Brúðuheimili Ibsens. Hann hefur einnig leikið stór hlutverk í nokkrum kvikmyndum, meðal annars Agnesi, Djöflaeyjunni, Englum alheimsins og Regínu. Þá hefur hann stýrt fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu og víðar, rekið leikhús og samið leikgerðir. Baltasar rekur í samvinnu við eiginkonu sína, Lilju Pálmadóttur, framleiðslufyrirtækið Sögn ehf/Blueeyes Productions en það hefur framleitt sviðsverk, kvikmyndir og sjónvarpsefni.  Hann hefur stjórnað sex kvikmyndum í fullri lengd.