2008
Ljósmynd: Halldóra Sigríður
Brynhildur Guðjónsdóttir
Brynhildur Guðjónsdóttir lauk námi frá Guildhall School of Music and Drama í London vorið 1998 og lék hún sitt fyrsta hlutverk eftir útskrift, Skellibjöllu í Pétri Pan, hjá Royal National Theatre. Hún hefur leikið fjölmörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu, þar á meðal titilhlutverkið í Edith Piaf, Sólveigu í Pétri Gaut og Fridu Kahlo í Frida...viva la vida, en hún er einnig höfundur leikritsins. Túlkun hennar á Ausu Steinberg í samnefndum einleik Lee Hall vakti mikla athygli þegar hann var frumfluttur í Ríkisútvarpinu. Brynhildur samdi og lék í einleiknum Brák sem frumsýndur var á Sögulofti Landnámsseturs Íslands í janúar 2008 og hefur gengið þar við miklar vinsældir.