1978Ljósmynd: Halldóra Sigríður

Sigurður Sigurjónsson


     Sigurður Sigurjónsson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1976 og réðst þá til Þjóðleikhússins. Meðal hlutverka hans þar má nefna Kalla í Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíksson, Árna í Stundarfriði Guðmundar Steinssonar, Mozart í Amadeusi eftir Peter Shaffer, Vlas í Sumargestum Gorkís, Ragga í Bílaverkstæði Badda Ólafs Hauks Símonarsonar, Thénardier í söngleiknum eftir Vesalingum Hugos, Dofrann í Pétri Gaut Ibsens, Sigurð Pétursson í Gleðispilinu eftir Kjartan Ragnarsson, Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi, Berg í Hafinu eftir Ólaf Hauk Símonarson, Ranúr í Gauragangi sama höfundar, Sganarelle í Don Juan Moliéres, Gregers Werle í Villiönd Ibsens og Hubert í Lífið þrisvar sinnum eftir Yazmine Resa.  Þá hefur Sigurður leikið í fjölmörgum kvikmyndum, útvarpi og sjónvarpi. Hann hefur verið fastagestur í íslensku sjónvarpi með Spaugstofunni. Á síðari árum hefur Sigurður snúið sér að leikstjórn í auknum mæli og sett mörg verk á svið í Þjóðleikhúsinu og víðar.