2010


Filippía I. Elísdóttir


     Filippía I. Elísdóttir hefur gert búninga fyrir fjölda leiksýninga hjá Þjóðleikhúsinu, LR, LA, Nemendaleikhúsinu, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum. Auk þess hefur hún starfað víða erlendis. Meðal verkefna hennar fyrir Þjóðleikhúsið eru búningar í Fridu Brynhildar Guðjónsdóttur, Virkjunina eftir Elfried Jelilnek og Engisprettur eftir Biljönu Serbjanovic. Þá gerði hún búninga fyrir leiki Shakespeares, Draum á Jónsmessunótt, Hamlet og Ríkarð þriðja í samstarfi við Vytautas Narbutas. Af verkefnum í Borgarleikhúsinu má nefna Fjandmann fólksins eftir Ibsen, Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson, Gauragang Ólafs Hauks Símonarsonar og sýningar Vesturports, Woyzeck og Faust.