1989


Þór H. Tulinius


     Þór H. Tulinius útskrifaðist frá Leiklistaskóla Íslands 1985 og hlaut styrk til námsdvalar í París 1985-86, þar sem hann starfaði sem leikari hjá franska þjóðleikhúsinu. Þór hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu, bæði sem leikstjóri og leikari.  Þá tók hann þátt í að stofna leikhópinn Þíbilju. Leikstjórnarverkefni Þórs eru m.a. Dalur hinna blindu hjá Þíbilju, Allir synir mínir eftir Arthur Miller og Tveir tvöfaldir eftir Ray Cooney í Þjóðleikhúsinu, Maríusögur eftir Þorvald Þorsteinsson í Nemendaleikhúsinu, Tartuffe eftir Molière, Feitir menn í pilsum eftir Nicky Silver og Framtíðardraugar, sem hann samdi sjálfur, hjá Leikfélagi Reykjavíkur.