2006


Gunnar Eyjólfsson


     Gunnar Eyjólfsson stundađi fyrst nám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar og síđar viđ Royal Academy of Dramatic Art í Lundúnum á árunum 1945-47. Eftir heimkomuna lék hann bćđi hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Ţjóđleikhúsinu, auk ţess sem hann rak um skeiđ ferđaleikhópinn Sex í bíl ásamt nokkrum öđrum ungum leikurum. Gunnar hefur veriđ fastráđinn leikari viđ Ţjóđleikhúsiđ frá árinu 1961 og leikiđ ţar fjölmörg burđarhlutverk, ţar á međal titilhlutverkin í Pétri Gaut Ibsens, Hamlet Shakespeares, Fást Goethes, Ödípus konungi Sófóklesar og Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar.  Međal annarra burđarhlutverka eru Jimmy Porter í Horfđu reiđur um öxl Osbornes, Stokkmann lćknir í Ţjóđníđingi Ibsens, Prosperó í Ofviđri Shakespeares, Jagó í Óţelló sama skálds, Brynjólfur biskup í Skálholti Guđmundar Kambans, Willy Loman í Sölumađur deyr eftir Arthur Miller og Jónatan í Hart í bak Jökuls Jakobssonar. Í tilefni af 75 ára afmćli sínu flutti Gunnar afmćliseinleikinn Uppgjör viđ Pétur Gaut á stóra sviđi Ţjóđleikhússins. Hann starfađi einnig sem leikstjóri um árabil og hefur leikiđ stór hlutverk í kvikmyndum, svo sem 79 af stöđinni, Atómstöđinni og Hafinu.