1997


Jón Viðar Jónsson


     Jón Viðar Jónsson lauk fil.kand.-prófi í leiklistarfræðum, sagnfræði og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla árið 1978. Hann var leiklistarstjóri Útvarps frá 1982 til 1991.  Hann lauk doktorsprófi frá Stokkhólmsháskóla árið 1996 og sendi ári síðar frá sér ævisögu Stefaníu Guðmundsdóttur, sem er byggð á doktorsritgerð hans.  Einnig hefur hann sent frá sér ritið Kaktusblómið og nóttin um líf og list Jóhanns Sigurjónssonar. Frá 2003 hefur hann verið forstöðumaður Leikminjasafn Íslands.  Hann hefur einnig starfað mikið sem leiklistargagnrýnandi og verið leikdómari DV frá árinu 2007.