2011


Björn Hlynur Haraldsson


Björn Hlynur Haraldsson útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2001. Hann er einn af stofnendum Vesturports og hefur starfað sem leikari, leikstjóri, leikskáld og framleiðandi. Hann hefur leikið fjölda hlutverka með Vesturporti, hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hann hefur leikið í mörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Meðal helstu sviðshlutverka hans má nefna Merkútíó í Rómeó og Júlíu, Pétur Gaut í Þjóðleikhúsinu og Arnas Arnæus í Íslandsklukkunni. Hann hefur einnig tekið þátt í að skrifa handrit fyrir sýningar Vesturports, Faust og Húsmóðurina. Árið 2008 setti Leikfélag Akureyrar upp leikrit hans, Dubbeldusch, sem hann leikstýrði sjálfur.