2008


Benedikt Erlingsson


     Benedikt Erlingsson útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands vorið 1994.  Hann hefur verið afkastamikill leikari og leikstjóri og sett upp og leikið í fjölda sýninga á eigin vegum, í Þjóðleikhúsi, Borgarleikhúsi og Landnámssetrinu í Borgarnesi. Meðal hlutverka hans eru Galdra-Loftur Jóhanns Sigurjónssonar, Vladimir í Beðið eftir Godot, Mr. Skallagrímsson í frumsömdum einleik hans og Arnas Arnæus í Íslandsklukkunni. Benedikt var leiðtogi leikhópsins á Nýja sviði Borgarleikhússins leikárin 2001 til 2003 og leikstýrði þá verkunum Fyrst er að fæðast eftir Line Knutson, And Björk of course... eftir Þorvald Þorsteinsson og Sumarævintýri sem var byggt á Vetrarævintýri Shakespeares. Benedikt var búsettur í Kaupmannahöfn um tveggja ára skeið og starfaði þar og víðar á Norðurlöndum.  Hann hefur leikið í sjónvarpi og kvikmyndum, bæði hérlendis og erlendis, og má þar nefna mynd Lars von Trier, Direktøren for det hele, Mávahlátur og Tár úr steini.