2016-2017


Björn Thors


Björn Thors lauk B.F.A. gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands vorið 2003..

Hann hefur leikið fjölda hlutverka hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Vesturporti og víða um Evrópu.

Meðal verkefna Björns í Þjóðleikhúsinu eru Macbeth, Heimsljós, Afmælisveislan, Allir synir mínir, Íslandsklukkan, Gerpla, Brennuvargarnir, Græna landið, Ríkarður þriðji og Dínamít. Hann lék Killer Joeí uppsetningu Skámána í Borgarleikhúsinu, í Rústað,Vestrinu eina, Kenneth Mána, Mávinum og Brot úr hjónabandi í Borgarleikhúsinu og í Hamskiptunum hjá Vesturporti.

Björn vann talsvert með þýska listamanninum Christoph Schlingenschief (1960-2010) m.a. í verkunum Area 7 í þjóðleikhúsi Austurríkis - Burgtheater í Vínarborg og Kaprov City í Volksbühne í Berlín. Björn fór með hlutverk Gregors í uppsetningu Vesturports á Hamskiptunum í The Lyric Hammersmith leikhúsinu í London og í The Royal Alexandra leikhúsinu í Toronto ásamt leikferð um Bretland.

Björn fór með aðalhlutverk kvikmyndarinnar París norðursins, en hefur auk þess farið með hlutverk kvikmyndunum Djúpinu, Frost, Þetta reddast og Borgríki ásamt stuttmyndinni Come To Harm. Hann var annar tveggja leikstjóra kvikmyndarinnar Reykjavík Guesthouse - rent a bike.

Björn hefur hlotið fern Grímuverðlaun sem leikari, fyrir Græna Landið, Vestrið eina, Íslandsklukkuna og Afmælisveisluna og var tilnefndur fyrir Alla syni mína, Killer Joe, Dínamít, Heimsljós, Kenneth Mána og Brot úr hjónabandi. Hann fékk sprotaverðlaun Grímunnar fyrir leiksýninguna Flóð, sem hann skrifaði ásamt Hrafnhildi Hagalín og leikstýrði. Flóð var auk þess tilnefnd til Grímunnar sem leiksýning ársins. Útvarpsserían Flóð, sem gerð var fyrir RÚV í kjölfar leiksýningarinnar hlaut tilnefningu til útvarpsverðlauna Evrópu - Prix Europa og lenti þar í 3-5 sæti í flokki nýrra stafrænna miðla.

Björn fékk Edduverðlaunin fyrir leik sinn í sjónvarpsseríunni Fangavaktinni og tilnefningu fyrir hlutverk sín í Come To Harm, Djúpinu og Frost. Hann hlaut auk þess tilnefningu til menningarverðlauna DV fyrir hlutverk sitt í Öllum sonum mínum.