2005



Ljósmynd: Halldóra Sigríður

Gísli Örn Garðarsson


     Gísli Örn Garðarsson ólst upp í Noregi þar sem hann kom fyrst fram sem leikari. Hann útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2001. Hann er einn af stofnendum Vesturports og hefur tekið þátt í flestum verkefnum hópsins, leiksýningum og kvikmyndum, sem leikari, leikstjóri, höfundur og framleiðandi.  Meðal hlutverka hans þar eru Rómeó í Rómeó og Júlíu Shakespeares og Georg Samsa í Hamskiptunum. Þá hefur Gísli Örn farið með stór hlutverk í breskum leikhúsum, svo sem National Theatre í London og Royal Shakespeare Company, auk þess sem hann fór með hlutverk í bandarísku stórmyndinni Prince of Persia.