2000


Ingvar E. Sigurðsson


     Ingvar E. Sigurðsson var fastráðinn við Þjóðleikhúsið árið 1991, ári eftir að hann lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands. Hann lék á næstu árum mörg burðarhlutverk við Þjóðleikhúsið og má þar nefna Pétur Gaut ungan í samnefndu verki Ibsens, Orm Óðinsson í Gauragangi Ólafs Hauks Símonarsonar, Kládíus konung í Hamlet Shakespeares og Bjart í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness.  Hann hefur einnig leikið mikið með ýmsum sjálfstæðum leikhúsum, var einn af stofnendum Vesturports og hefur leikið í flestum sýningum þess, þar á meðal titilhlutverkið í Woyzeck Büchners. Af fjölmörgum kvikmyndahlutverkum hans má nefna aðalhlutverkið í Englum Alheimsins, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir sögu Einars Más Guðmundssonar og Erlend í Mýrinni, mynd Baltasars Kormáks eftir sögu Arnalds Indriðasonar.