2009


Þröstur Leó Gunnarsson


     Þröstur Leó Gunnarsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985. Hann var þá ráðinn til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem hann hefur leikið fjölmörg stór hlutverk, svo sem Hörð í Degi vonar Birgis Sigurðssonar, Aðalstein í Kjöti Ólafs Hauks Símonarsonar, Tom Joad í Þrúgum reiðinnar eftir Steinbeck, auk titilhlutverkanna í Platonov Tsjekhovs, Tartuffe Moliéres og Hamlet Shakespeares. Þá starfaði Þröstur lengi í Þjóðleikhúsinu, auk þess sem hann hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, meðal annars aðalhlutverkin í myndum Hilmars Oddssonar, Eins og skepnan deyr og Tár úr steini.