Styrkveiting sjóðsins 2013
Styrkþegi 2013 Jóhann Sigurðarson tekur við stjakanum eftir sýningu á Rautt
Þetta er í 22. skipti sem afhending fer fram og nú eru styrkþegar 41 talsins.
Leikarinn Jóhann Sigurðarson hlýtur viðurkenningu Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur þetta árið. Stefanía Borg, formaður stjórnar minningarsjóðsins, og Þorsteinn Gunnarsson leikari og stjórarmeðlimur, sáu um að kynna og afhenda Jóhanni styrkinn og Stefaníustjakann við hátíðlega athöfn á Litla sviði Borgarleikhússins strax að lokinni síðustu sýningu verksins Rautt, þann 27. október 2013 klukkan 22:30. Jóhann fer með aðalhlutverkið í Rautt og hlaut fyrir frammistöðu sína tilnefningu til Grímuverðlauna 2013 sem leikari ársins.
Stjórn Minningarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur samþykkti samhljóma að heiðra Jóhann í ár fyrir störf hans sem leikari.