2009


Ágústa Skúladóttir


     Ágústa Skúladóttir lærði leiklist hjá Monicu Pagneux í Paris og Philippe Gauliere í London. Einnig sótti hún mastersnámskeið hjá Theatre de Complicite, John Wright, David Glass og Bruce Meyers. Ágústa var fastráðinn leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu um tíma og setti þá m.a. á svið barnaleikinn Klaufa og kóngsdætur, Halldór í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símonarson og Eldhús eftir máli, leikgerð Völu Þórsdóttur á nokkrum smásögum Svövu Jakobsdóttur. Hún hefur unnið með áhugamönnum, leikstýrt fjölmörgum sýningum hjá ýmsum sjálfstæðum leikhúsum, auk þess sem hún hefur sett á svið tvær sýningar í Íslensku óperunni. Hún er varaformaður Leikminjasafns Íslands.