2009


Jón Atli Jónasson


     Jón Atli Jónasson er fyrsta leikritaskáldið sem fær styrk úr Minningarsjóðnum. Hann hefur meðal annars samið leikritin 100 ára hús fyrir Frú Emilíu, Krádplíser fyrir Reykvíska Listaleikhúsið, Brim fyrir Vesturport, Draugalest fyrir Leikfélag Reykjavíkur, Rambó 7 fyrir Þjóðleikhúsið, Mindcamp og Democrazy ásamt Agli Heiðari Antoni Pálssyni fyrir CampX leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hann er einn af stofnendum Mindgroup, evrópskra regnhlífasamtaka leikhúsfólks sem vinna að tilraunakenndri leiklist. Einleik sínum, Djúpinu, leikstýrði hann sjálfur á litla sviði Borgarleikhússins. Hann hefur einnig tekið þátt í að semja kvikmyndahandrit, m.a. fyrir myndir Árna Ólafs Óskarssonar, Blóðbönd og Brim. Síðarnefnda myndin er byggð á samnefndu leikriti hans sjálfs.