1997



Ljósmynd: Halldóra Sigríður

Halldóra Geirharðsdóttirr


     Halldóra Geirharðsdóttir lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1995. Hún var þegar að námi loknu ráðin til Leikfélags Reykjavíkur þar sem hún hefur starfað síðan. Meðal stórra hlutverka Halldóru í Borgarleikhúsinu eru Anna Sergejevna Odíntsova í Feðrum og sonum Turgenjevs, fíflið í Lé konungi Shakespeares, Hermíone drottning í Sumarævintýri, leikgerð Benedikts Erlingssonar á Vetrarævintýri Shakespeares, Sigurlína í Sölku Völku Halldórs Laxness og titilhlutverkið í Don Quixote. Einna þekktust er Halldóra sem trúðurinn Barbara sem hún hefur leikið árum saman í ýmsum sýningum.  Vinsælastar þeirra eru trúlega Dauðasyndirnar og Jesú litli, báðar í Borgarleikhúsinu. Þá hefur Halldóra leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, m.a. Dollý í Djöflaeyjunni og Dagnýju í Englum alheimsins.