2013


Jóhann Sigurðarson


Jóhann Sigurðarson lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981 og var fyrst um sinn fastráðinn hjá LR þar sem hann lék mörg burðarhlutverk, til að mynda titilhlutverkið í Jóa, Arnald í Sölku Völku, Leslie í Gísl og Kjartan í Guðrúnu og söngleiknum Gretti og í Gosa. Jóhann lék svo í Þjóðleikhúsinu í fjölda ára, m.a. í Aurasálinni, Hafinu, Trígorín í Mávinum, titilhlutverkið í Don Juan, í Þreki og tárum, Grandavegi 7, Abel Snorko býr einn, Krítarhringnum, Veginum brennur, Ivanov og Öllum sonum mínum. Jóhann er nú fastráðinn leikari hjá Borgarleikhúsinu hefur m.a. leikið í Milljarðamærin snýr aftur, Fólkinu í blokkinni, Gauragangi, Ofviðrinu, Fólkinu í kjallaranum, Rautt og Bastarðar. Einnig má nefna aðalhlutverk í nokkrum söngleikjum; Vesalingunum, Söngvaseiði, My Fair Lady og Fiðlaranum á þakinu auk hlutverka í Íslensku óperunni; Valdi örlaganna og Rakaranum í Sevilla. Meðal kvikmynda sem Jóhann hefur leikið í eru Óðal feðranna, Eins og skepnan deyr, Húsið, Tár úr steini, 101 Reykjavík, Brúðkaup og Heiðin. Jóhann var tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í Svartri mjólk, söngleiknum Gretti, Öllum sonum mínum, Fólkinu í kjallaranum og Rautt.