Stefaníustjakinn var hannaður af Þorsteini Gunnarssyni arkitekt.

 


Um Stefaníustjakann og hönnun hans

Hugmyndin að Stefaníustjakanum er sótt í leikhús Forn-Grikkja en samkvæmt Vitrúvíusi og Pollux var hluti af leiksviðsbúnaði þeirra tveir þrístrendir, léttbyggðir turnar, nefndir periaktoi, er stóðu hvor sínum megin leiksviðs og með sinni leikmyndinni málaðri á hverri hlið. Strendingarnir léku á lóðréttum öxli og þegar þeim var snúið breyttust sviðsmyndirnar. Um hlutföll stjakans er það að segja að hliðar hans eru 7 cm á breidd, sem þykir heilög tala, og hæðin þreföld breiddin, eða 21 cm, en frágangur á hornum með gagnstæðri skoru er hugsuð til að létta yfirbragðið. Grímurnar tvær eru sóttar í leikskrá Leikfélags Reykjavíkur árið 1926, sem var dánarár frú Stefaníu, og letrið á þriðju hliðinni er valið til samræmis við þær.

Þorsteinn Gunnarsson